Betri líðan – Betra golf
Lykillinn að góðum árangri í golfi er að líða vel, finna til yfirvegunar, einbeitingar og sjálfsöryggis. Mörgum hefur hins vegar reynst erfitt að ná stjórn á þessari góðu líðan.
Hér er kynnt til sögunnar þjálfun sem gerir íslenskum kylfingum kleift að nýta getu sína til fulls. Jafnframt býður þjálfunin upp á að auðvelda framfarir í golfinu. Þessi þjálfun byggist á aðferðum sem hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Allir fremstu kylfingar heims nota svipaðar þjálfunaraðferðir með góðum árangri.
Þjálfunin skiptist í þrjá megin hluta og felst að stórum hluta í því að kylfingur tileinkar sér efni á geisladiskum samkvæmt sérstökum leiðbeiningum sem fylgja. Í fyrsta hlutanum er slökun kennd og æfð. Það er fyrst og fremst á grunni þessarar slökunar sem frekari þjálfun fer fram. Í öðrum hlutanum er notast við sjónmyndir og sefjanir til að laga spil, bæta líðan, auka sjálfsöryggi, efla einbeitingu og ná stjórn á spennustigi. Þriðji og síðasti hlutinn er hugsaður sem undirbúningur fyrir keppni eða mót og til notkunar fyrir eða á keppnisdegi. Hver hluti byggir á þeim sem á undan kemur og með áhuga og ástundun mun þjálfunin skila þér miklum árangri.
„Ég fór í gegnum þessa þjálfun á
sínum tíma ásamt félögum mínum í landsliðinu. Hún hefur reynst mér mjög vel og
gerir það enn. Ég mæli eindregið með þessari þjálfun fyrir alla kylfinga”
Birgir Leifur Hafþórsson,
atvinnumaður í golfi