Einelti

Einelti er eitt af þeim fyrirbærum sem ná að verða mjög fyrirferðamikil í íslenskri umræðu. Að flestu leyti er það réttmætt enda snýst einelti um óæskileg samskipti sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem fyrir því verður.

En hvað er einelti? Einelti er samkvæmt reglugerð nr. 1009 frá 2015 skilgreint á eftirfarandi hátt: “Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa, eða ógna viðkomandi eða valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.” Einelti er oft í samhengi vinnuverndar og þar af leiðandi mest til umræðu á vettvangi skóla og vinnustaða. En það snýr þó fyrst og fremst af samskiptum. Undirritaður hefur starfað að þessum málaflokki um margra ára skeið og er viðurkenndur sérfræðingur og þjónustuaðili Vinnueftirlitsins með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti.