Lítið sjálfstraust

Ýmis hugtök eru notuð til þess að lýsa litlu sjálfstrausti. Þrátt fyrir nokkurn blæbrigðamun eru þau öll á svipuðum nótum. Við tölum um lélega sjálfsmynd eða lítið sjálfsálit eða sjálfsöryggi.

Margir finna fyrir því að efast um eigin getu og treysta sér ekki til þeirra hluta sem þeir myndu vilja og skipta þá miklu. Það skiptir öllu að átta sig á að sjálfstraust er ekki föst óbreytanleg stærð. Í sálfræðimeðferð er hægt að skoða hvernig sjálfsmynd hefur orðið til, endurmeta afstöðu okkar og markmið og skapa raunhæft en gott sjálfstraust.