Rakel Davíðsdóttir.png
 

Sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum

Ég veiti ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga og starfshópa. Algeng viðfangsefni eru áskoranir og erfiðleikar á vinnustað, streita og kulnun, sambands- og samskiptaerfiðleikar, andlegt ofbeldi, kvíði og meðvirkni.  Ég handleiði starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja og stofnana m.a. með því markmiði að finna leiðir við úrlausnir krefjandi mála og auka vellíðan í starfi.

Ég  hef frá 2008 fengist við starfsmannamál á vinnustöðum, gert fjölda úttekta á sviði vinnusálfræði t.d. vegna kvartana um samskiptaerfiðleika, einelti og ofbeldi sem og gert greiningar á andlegum og félagslegum áhættuþáttum vinnustaða. Ég hef setið í samskiptateymum fyrirtækja þar sem verkefnin hafa snúið að gerð stefnu og mótun verklagsreglna og viðbragðsáætlana til að takast á við samskiptamál og þætti er tengjast líðan starfsmanna. Ég tek að mér fræðslu fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök þar sem viðfangsefnin eru t.d. að takast á við óvissu og streitu, góður starfsandi, samskipti og líðan, t.d. einelti og kynferðisleg áreitni í starfi. Ég starfaði hjá Lífi og sál sálfræðistofu frá 2008-2020, var meðeigandi stofunar frá 2014 og starfsmannastjóri frá 2017.

Ég býð upp á fjarþjónustu fyrir þá sem það kjósa gegnum öruggan fjarfundabúnað sem heitir Kara Connect.

Menntun

2005 : B.A. Sálfræði; Háskóli Íslands
2008 : Cand.psych; Háskóli Íslands (svið: Vinnusálfræði).
2016 : Endurmenntun Opna Háskólans; Háskólinn í Reykavík - Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni (löng námslína).
Ég hef setið ýmis styttri námskeið og vinnustofur, hérlendis og erlendis á sviði vinnuverndar.

Réttindi

2009 : Löggiltur sálfræðingur; Landlæknir
2013 : Viðurkenndur sérfræðingur og þjónustuaðili í Vinnuvernd.  

Fagaðild

frá 2009 : Sálfræðingafélag Íslands
frá 2014 : Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga
frá 2023: Mannauður; félag mannauðsfólks á Íslandi

Annað

frá 2020: Kennsla námskeiða í Bataskóla Íslands

frá 2021: Stundakennsla við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík -fagið Occupational health psychology.