Iðraólga
Iðraólaga er íslenskt heiti yfir það sem á ensku kallast „irritable bowel syndrome“ og er s.k. starfrænn kvilli sem hrjáir marga og hefur mikil áhrif á lífagæði.
Helstu einkenni eru magaverkir, niðurgangur eða hægðatregða og þaninn kviður. Margt bendir til að streitutengdir þættir eigi stóran þátt í að skapa þessi einkenni og á þeim grunni hafa meðferðir á sálfræðilegum grunni verið reyndar. Sú sem einna best hefur reynst er dáleiðsla. Undirritaður býður upp á vel rannsakaða dáleiðslumeðferð við þessum kvilla. Meðferðin tekur innan við tíu skipti en dreifist yfir fjögurra mánaða tímabil.