Dr. Hörður Þorgilsson
Auk þess að vera löggiltur sálfræðingur er ég sérfræðingur í klínískri sálfræði. Ég hef starfað í tæpa þrjá áratugi við ýmis sálfræðistörf, bæði hérlendis og erlendis og hef alla þá bestu menntun, þjálfun og réttindi sem hægt er að öðlast. Ég hef unnið lengi við meðferð andlegra veikinda en einnig með þeim sem eru að glíma við heilsubrest af öðrum toga. Jafnframt þessum störfum hef unnið við stuðning, ráðgjöf og handleiðslu fyrir starfsfólk stærsta vinnustaðar landsins, Landspítala. Fjölþætt önnur störf s.s. ráðgjöf, kennsla og skrif hafa líka verið fyrirferðarmikil á starfsferlinum. Ég tel mig njóta virðingar meðal starfsfélaga og þakklætis frá skjólstæðingum.
Menntun
1979 : B.A. Sálfræði; Háskóli Íslands
1984 : M.A. Klínísk sálfræði; University of Connecticut, U.S.A.
1986 : Ph.D. Klínísk sálfræði; University of Connecticut, U.S.A.
Réttindi
1984 : Löggildur sálfræðingur, Menntamálaráðuneytið
1988 : Sérfræðingur í klínískri sálfræði, Sálfræðingafélag Íslands
1993 : Sérfræðileyfi í klínískri sálfræði, Heilbrigðisráðuneytið
1999 : Löggildur sálfræðingur í Minnesota, U.S.A.
2004 : Klínískur lektor við Háskóla Íslands
2013 : Viðurkenndur sérfræðingur og þjónustuaðili Vinnueftirlitsins
Fagaðild
frá 1984 : Sálfræðingafélag Íslands
frá 1993 : Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði
frá 1994 : Dáleiðslufélag Íslands
frá 1996 : Samtök bandarískra sálfræðinga (A.P.A.)
frá 2000 : Félag um hugræna atferlismeðferð
frá 2000 : Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga