Þunglyndi

Þunglyndi er algengasta andlega vandmál nútímans. Þunglyndi er meira en að vera stundum dapur, nokkuð enginn kemst undan. Sá dapurleiki varir sjaldan lengi og tengist jafnan atburði sem við komumst yfir. Ef dapurleikinn varir  lengur en t.d. tvær vikur og er farinn að trufla daglegt líf verulega mikið mætti kalla ástandið þunglyndi.

Þunglyndi lýsir sér í áhugaleysi á flestum hlutum og almennum gleðiskorti. Önnur einkenni eru breytingar á þyngd, svefntruflanir, orkuleysi og erfiðleikar við einbeitingu. Ennfremur sterk tilfinning um að vera einskis virði eða rík sektarkennd ásamt endurteknum hugsunum um dauða og sjálfsvíg. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að meðhöndla þunglyndi og þar hefur  sálfræðimeðferð reynst vel. Þar að auki skiptir miklu að einangrast ekki félagslega og regluleg hreyfing hefur sýnt sig að hafa góð áhrif á líðan.