Handleiðsla

Þeir sálfræðingar sem hafa mikla reynslu taka gjarnan að sér handleiðslu. Oft er um að ræða handleiðslu annarra sálfræðinga en í raun er handleiðsla mjög við hæfi fyrir alla þá sem stunda meðferð eða vinna við að aðstoða fólk á einhvern hátt.

Þá kalla ýmis verkefni eða vandamál sem upp koma hjá heilbrigðisstéttum á handleiðslu. Handleiðsla er í eðli sínu fyrirbyggjandi og er góður vettvangur til að skoða reynslu af starfi , líðan í starfi, samskipti og starfsþróun. Markmið handleiðslu er að auka fagþroska, áræðni, sjálfstraust og starfsánægju og tryggja skjólstæðingum góða og örugga þjónustu. Handleiðslan er jafnt fyrir einstaklinga sem hópa eða einstakar starfseiningar.