Um lausnir

Vinna sálfræðings snýst ekki bara um að veita einstaklingum hefðbundna meðferð við algengum vandamálum.  Sálfræðingar vinna fyrir hópa, félagasamtök, vinnustaði og opinberar stofnanir eins og dómskerfið. 

Eðli þjónustunnar er fjölbreytt.Hún getur verið í formi fyrirlestra, námskeiða, athugana, matsgerða eða beitingu sálfræðilegra prófa. 

Í brennidepli er ekki síst að gera gott betra. Þetta getur átt við að bæta frammistöðu í íþróttum eða koma að úrbótum í margháttuðum viðfangsefnum á vinnustöðum s.s. ágreiningsmálum eða athugunum á meintu einelti. Þá eru ýmiss konar úttektir og matsvinna fyrir dómstóla vegna t.d. forræðisdeilna hluti af þeim verkefnum sem margir sálfræðingar sinna. Þar gegna sálfræðileg próf lykilhlutverki