Sálfræðileg próf

Eitt mikilvægasta hjálpartæki sálfræðinga eru s.k. sálfræðileg próf. Þau gegna þeim tilgangi að afla áreiðanlegra upplýsinga um ýmsa þætti sálarlífsins og geta t.d. borið þann sem þau tekur saman við aðra.

Þá koma þau að gagni við frekari greiningu á vanda og bjóða ennfremur upp á að fylgjast með breytingum eða framförum. Einna þekktust er greindarpróf sem segja til um greindarvísitölu próftaka. Persónuleikapróf gefa góða mynd af því hvaða megineinkenni við höfum og hverju megi búast við af okkur. Önnur próf snúa meira að því að auðvelda greiningu eða meta stöðu ákveðinna einkenna. Sálfræðileg próf eru nauðsynleg til þess að vega upp á móti þeim möguleika að mat sálfræðingsins sé ekki rétt og auka þannig líkur á að sú staða sem unnið er með sé áreiðanleg  og gagnleg.